Hver er ,,besta" 1. aprílfréttin?

Síðustu mánuði hafa hrunið yfir okkur fréttir sem eru ósennilegri en nokkrar af helstu aprílgöbbum sem við munum eftir. Og enn halda þær áfram.

Greiðsluaðlögun fyrir 100-200 manns. Fjármunir velferðarvaktar 30 milljónir eru dæmi um lausnir Samfylkingar. Skattahækkanir út úr kreppunni í boði Steingríms og V-G. Tug milljarðalán til helstu eigenda gömlu bankanna og bankaráðsmanna!! Vildarkjör til sumra (Saga Capital -VBS). 

Bara að þetta væru allt saman aprílgöbb.

Má ég þá heldur biðja um fréttir af Vanadísinni sigla upp Ölfusá. Og að gabba saklausa borgara til að sjá ísbirni, kaupa ,,gallaða" bíla eða tollað áfengi :-)

Við þurfum að eiga von. Við þurfum að takast á við framtíðina af hugrekki. Við þurfum að sjá til lands. Þá getum við farið að vinna okkur út úr kreppunni. Heildartillögu pakki Framsóknar í efnahagsmálum með 20% leiðréttinguna er ein leið til þess.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband