Biðraðir á líknardeild gjaldþrota

Eins nauðsynleg og greiðsluaðlögun er, mun hún ein og sér ekki ná að snúa óheilla þróuninni við. Til þess þarf almennari aðgerðir þar sem fleiri verða skornir úr snöru ofurvaxta og skulda. Leiðrétting á lánskjörum eða 20% niðurfærsluleiðin mun hjálpa fjöldanum þannig að færri þurfa á greiðsluaðlögun að halda. þá getur verið að forsendur í lögunum standist. Fyrst 20% almenn leiðrétting.
mbl.is Fjöldinn sem þarf greiðsluaðlögun vanmetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við sem eru orðnir eldri en tvævetra og höfum upplifað allskonar kosningar með meðfylgjandi loforðaflaum og heitstrengingum vitum að frambjóðendur fara eftir þeirri reglu í málflutningi að hafa skal það sem betur hljómar.

Þegar svo kosningar eru afstaðnar breytist hljóðið í strokknum, þá allt í einu eru allar forsendur breyttar, hrossakaup og baktjaldamakk tekur völdin og allt verður sem áður.

Því miður getum við sem höngum í snöru verðtryggingar og fallandi gengis(lána) gengið að því einu sem vísu að íslenskur almenningur er lang síðastur í röðinni þegar að björgunaraðgerðum kemur.

Það er vissulega fallegt að lesa hugmyndir ykkar frambjóðenda um betra líf eftir kosningar en eftir að hafa séð hvernig framsókn framdi hægt og kvalafullt pólitískt sjálfsmorð í samstarfinu við sjallana í ríkisstjórn og eftir að hafa sé þá taka við stjórnun Reykjavíkur nú síðast eftir allt sem á undan er gengið þá blasir við að það eina sem er heimskulegra en að kjósa sjálfstæðisflokkinn er að kjósa framsókn. 

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband