Afleiðingar öfgaskattheimtu

Því miður hlustaði ríkisstjórnin ekki á aðvaranir stjórnarandstöðu og allra umsagnaraðila um frumvarp um veiðigjöld - óháðra sérfræðinga, sveitarfélaga um land allt, fyrirtækja í sjávarútvegi, launþegasamtaka né atvinnurekanda.

Því miður var ekki gefinn tími til að fara ofan í kjölinn á "gölnu frumvarpi," "afleitri aðferðafræði" og reikna út afleiðingar á einstök fyrirtæki og útgerðarflokka þrátt fyrir beiðnir stjórnarandstöðu þar um.

Því miður er við völd ríkisstjórn sem lætur pólitískan "rétttrúnað" sinn og öfgar ráða för í stað skynsemi og yfirvegun.

Það kemur því ekki á óvart að afleiðingarnar komi strax fram hjá fyrirtæjum sem eru að reyna að standa í skilum við bankakerfið - við ríkið (sem tekur stóraukna hlutdeild) - við starfsfólk sitt - ekki er hægt að greiða öllum allt því þá fer fyrirtækið á hausinn og allir tapa - starfsfólkið - byggðarlagið - ríkið - bankarnir - við þjóðinn.

Því miður kemur þetta ekki á óvart en ábyrgðin er ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms - Samfylkingar og VG - þau geta ekki látið eins og ekkert sé - þau voru vöruð við. - en hlustuðu ekki - því miður.


mbl.is Vinnslustöðin segir upp 41
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Ég held að þetta sé bara byrjunin,því miður.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 28.6.2012 kl. 14:18

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður Ingi. Getur verið að ESB sé að ýta á takkana, eins og gerðist á Dalvík?

Það er nauðsynlegt að viðra allar hliðar málsins í víðu samhengi stóru myndarinnar. Það er kominn tími til að allir tali hreint út um þessi mál, svo hægt verði að bjarga því sem bjargað verður frá ESB-klóm Brunssel-valdsins falda.

Þessi pólitíski feluleikur kemur öllum á vonarvöl á endanum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.6.2012 kl. 23:32

3 identicon

Þetta eru ekki afleiðingar hækkunar veiðigjalds þó svo að þetta sé sett þannig upp. Rekstur skipsins hefur ekki gengið sem skyldi. Í tvígang hrundi aðalvél skipsins sem leyddi til þess að skipta þurfti um vélina með tilheyrandi kostnaði. Þetta hefur því verið fyrirliggjandi um nokkurn tíma.

Ef útgerðin hefði einhvern áhuga á að gera skipið út þá hefði hún getað lækkað eða hætt arðgreiðslum um tíma, en það dettur þeim ekki í hug að gera.

Guðmundur (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband