Færsluflokkur: Menntun og skóli

Menntun og menning

Var á föstudaginn á skólanefndarfundi Menntaskólans að Laugarvatni. Þar fórum við í skólanefndinni m.a. yfir skýrslur um sjálfsmat skólans, stefnumótun en einnig var kynning á samanburðar rannsókn um líðan nemenda í framhaldsskólum. Þar kom m.a fram hvað Menntaskólinn að Laugarvatni er sterkur í félagslífi og þar með þroskar félagsfærni nemenda. Mjög stór hluti nemanda skólans tekur virkan þátt í félags- og menningarlífi nemendafélagsins. En einnig var íþróttaiðkun, hreyfing nemanda í viku hverri áberandi meiri en  meðaltalsnemenda á landsvísu.

Af skólanefndarfundi var brennt á Flúðir á árshátíð Flúðaskóla, yngsta- og miðstigs,  sem að þessu sinni bar yfirskriftina ,,Draugar og forynjur" . Það var bráðskemmtileg hátíð þar sem nemendur fóru á kostum í leik, uppsetningu, tæknimálum og dagskrá allri. Það hefur verið gaman að sjá hve metnaðarfull vinna hefur verið lögð í árshátíð Flúðaskóla síðustu ár. Dagskrá sem nemendur koma að á öllum stigum máls. Stjórnendur skólans, starfsmenn og nemendur eiga mikið hrós skilið fyrir þennan menningarviðburð. Dagskrá sem þessi þroskar nemendur á svo mörgum sviðum og eflir félagsfærni þeirra.

Já það er fleira menntun en að lesa, skrifa og reikna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband