Bloggfćrslur mánađarins, mars 2010

Vandamáliđ í hnotskurn

Allir vita ađ í október 2008 skall yfir ţjóđina bankahrun međ gríđarlegum afleiđingum. Fleiri og fleiri eru hinsvegar ađ gera sér ljóst ađ ţađ sem er ađ gerast inní bönkunum ţessar vikurnar og mánuđina er ekki minna alvarlegt. Ţađ skjól sem ríkisstjórn gefur međ afskiptaleysi sínu og afstöđu til almennra leiđréttinga gefur bönkunum tćkifćri í nafni bankaleyndar ađ ađhafast ađ eigin vild. Í kjölfariđ gćti átt sér stađ stćrsta eignatilfćrsla Íslandssögunnar.

Hvađa fyrirtćki lifir og hver eru slegin af - ţađ sama gildir um heimilin. Hver er ţađ sem metur möguleika hvers og eins og ađ lokum tekur ákvörđun um endurreisn eđa gjaldţrot. Hver metur afleiđingar á samkeppnisgrundvelli. Hver getur ţađ - almennt og óháđ? 

Viđ Framsóknarmenn lögđum til í febrúar 2009 -  almenna flata leiđréttingu lána. Ţannig sćtu allir viđ sama borđ enda urđu allir fyrir sama forsendubrestinum hvađ varđar verđbólgu og gengisfall krónunnar. Ţví miđur var ekki hlustađ nćgilega vel á ţessar tillögur á sínum tíma. Hvorki af stjórnvöldum né af ţjóđinni.

Í dag sjá allir, ađ í stađ ţess ađ vera međ verklagsreglur hjá hverjum banka fyrir sig - sem síđan ómögulegt er ađ fylgjast međ hvort fylgt sé,  vćri betra ađ um afskriftirnar giltu almennar lagareglur ţar sem allir sćtu viđ sama borđ.

Hluti af verklagsreglum bankanna og tilbođum ţeirra (sérstaklega er varđa heimilin) hafa tekiđ miđ almennri leiđréttingu. Gallinn viđ ţćr lausnir snúa ekki síst af ţví er viđ tekur (háir vextir á ísl. lánum)  En stóru vandrćđin tengjast fyrirtćkjunum í landinu. Ţar eru upphćđirnar á stundum stjarnfrćđilegar og mađur hlýtur ađ spyrja sig hvernig er hćgt ađ afskrifa ţćr skuldir um 60-90% en aldeilis útilokađ (ađ sögn ríkisstjórnar) ađ leiđrétta lán heimila og minni fyrirtćkja um 20-30%.!!

Hver er mismunurinn? Hver borgar afskriftir stórfyrirtćkja og eignarhaldsfélaga? Er ekki sannleikurinn í hnotskurn ađ viđ ţurfum stífari og skýrari lagaramma - ekki verklagsreglur eingöngu. Og almenna leiđréttingu á lánum ţar sem allir sitja viđ sama borđ.


mbl.is Spyr um leikreglur viđ niđurfellingu skulda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ er rétt en, ţađ er alltaf eitthvađ en . .

Endurnýjunarţróttur atvinnulífsins er mikill. Ekki síst ţeir ţćttir atvinnulífsins sem byggja á útflutningi vöru og ţjónustu. Ţar vegur hrun krónunnar mest. Núverandi lágt gengi krónunnar skilar auknum tekjum í ţjóđarbúiđ. Ţađ sama á viđ um ferđaţjónustuna. Á mörgum undanförnum árum hefur veriđ byggt upp öflugt samfélag, ţekkingar, nýsköpunar og frumkvćđis. Ofstyrking krónunnar gerđi ţeim öllum erfitt um vik á međan innflutningsfyrirtćki blómstruđu.

Auđvitađ verđum viđ ađ finna einhvern milliveg á gengi krónunnar ţannig ađ kaupmáttur almennings dafni en ţađ er afar mikilvćgt ađ útflutnings og framleiđslu fyrirtćki okkar blómstri.

Ef Seđlabankinn og bankarnir í kjölfariđ lćkkuđu vexti eins og allar forsendur eru fyrir myndi allt atvinnulífiđ taka viđ sér međ auknum framkvćmdum og ţar međ fjölgun starfa.   

Ég kallađi eftir stefnu stjórnvalda í atvinnumálum viđ utandagskrárumrćđu í ţinginu í dag. Gagnrýndi ađgerđaleysi ríkisstjórnarinnar og bauđ fram stuđning okkar Framsóknarmanna viđ endurreisn atvinnulífsins.

rćđan kemur hér á eftir;

Stađa atvinnumála – utandagskrár umrćđa 9 mars 2010 Málshefjandi er Jón Gunnarsson viđ Katrínu Júlíusdóttur iđnađarráđherra.

Hver er stađa atvinnulífsins ţegar nálgast eitt og hálft ár frá hruni. Meira en eitt ár frá ţví ađ VG og Samfylking tóku viđ stjórnartaumum. Hver er stađan? Jú atvinnuleysi er á níunda prósentinu  - kannski veriđ á köflum minna en menn óttuđust  -en fer vaxandi –  frú forseti fer vaxandi.Ađgerđaleysi stjórnvalda og seinagangur í ađ koma skuldsettum heimilum og fyrirtćkjum til raunverulegrar ađstođar međ almennri niđurfćrslu veldur ţví ađ allt er stopp. Bankarnir nota skjól sem ţeir fá frá ađgerđaleysi ríkisstjórnarinnar til ađ afskrifa skuldir stórfyrirtćkja og eignalausra eignarhaldsfélaga en stympast viđ ađ fara í raunverulegar almennar og gegnsćjar leiđréttingar á höfuđstól lána.Seđlabankinn hlýđir AGS og í skjóli ađgerđaleysis ríkisstjórnarinnar ţverskallast viđ ađ lćkka vexti. Vexti sem eru ađ sliga atvinnulífiđ og heimilin en eru góđ búbót fyrir fjármagnseigendur sérstaklega ţá sem sitja á krónubréfunum. – Margar góđar tillögur hafa komiđ fram á síđastliđnum 12 mánuđum til ađ leysa ţennan vanda – en nei ríkisstjórnin velur ađgerđaleysiđ.

Ósamkomulag VG og Samfylkingar um stefnu í atvinnumálum – veldur m.a. ţví ađ umhverfisráđherra kemst upp međ ađ túlka skipulagslög á nýjan hátt međ ófyrirséđum afleiđingum og teygja umsagnar fresti út yfir öll velsćmismörk – afleiđingin er stöđvun allra framkvćmda sem innhalda virkjanir eđa stóriđju.

Stöđugleika sáttmálinn er í uppnámi – SA hafa lýst ţví margsinnis yfir – og núna síđast vegna fyrirhugađra ćtlana ríkisstjórnarinnar međ stórfelldum breytingum á fiskveiđistjórnarkerfinu svokölluđu skötuselsfrumvarpi – sem ríkisstjórnin fyrirhugar á nćstu dögum ađ taka fyrir 3.umrćđi í ţinginu.AS‘I og önnur launţega samtök auglýsa grimmt ţessa daganna ađ ţau krefjist ađ framkvćmdir verđi bođnar út hiđ fyrsta.Niđurstađa ţessarar upptalningar af stöđu atvinnulífsins er hvergi tćmandi – ţví miđur  hér mćtti fjalla um samgönguverkefni sem lofađ hafi veriđ ađ fćru í gang  aftur og aftur eins og Suđurlandsvegur – en ekkert gerist . Ţađ mćtti nefna Búđarháls – 3% af verkinu fara sennilega e-n tíma á árinu af stađ  -700 milljónir af ca 20 milljörđum. ofl ofl mćtti nefna.

Ţrátt fyrir góđ orđ og vonandi raunverulegan vilja gengur ríkisstjórninni afleitlega ađ koma hjólum atvinnulífsins í gang. Ţađ gengur ekki lengur nú verđa allir ađ taka saman höndum eins og okkur er ađ takast í ICESAVE málinu – finna samstöđu grundvöllinn og fara ađ framkvćma. Framsóknarflokkurinn er til.

-Framtíđin er í höndum okkar sjálfra. 

 


mbl.is Gríđarlegur endurnýjunarţróttur í atvinnulífinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ er ekki von á góđu . . .

Skrítin var ţessi yfirlýsing efnahags- og viđskiptaráđherra  - (ţađ hefur reyndar margt sérkennilegt frá honum komiđ m.a. um skuldug heimili og ađgerđaleysi/afskiptaleysi gagnvart bönkunum)-

Nokkrar stađreyndir; Núverandi samningur sem viđ erum ađ fara ađ kjósa um á morgun er međ vaxtakostnađ uppá 100 milljónir á dag!!!!. Og sá neikvćđi viđskiptareikningur byrjađi ađ tikka inná 1. janúar 2009!!!. Sem sagt nú ţegar  429 dagarX100 milljónir = 42,9 milljarđar!!!

Jón Daníelsson sagđi í grein í Mbl ca 20 jan. ađ miđađ viđ 85-90% endurheimtur úr Landsbankaeignunum og núverandi gengi yrđi Icesave skuldin 507 milljarđarţar af 387 vegna vaxtanna eingöngu og 120 til ađ greiđa ţađ sem vantađi uppá höfuđstól. En auđvitađ er óvissa um endurheimtur, gengi, hagvöxt osfr.

Ef viđ međ mikilli samstöđu ţjóđarinnar í ađ nýta sér rétt sinn - mćtum vel á kjörstađ á morgun og segjum nei eru miklar líkur á ađ núverandi samninganefnd međ Lee Buchheit í forsvari nái viđunandi árangri.

Hvađ efnahags og viđskiptaráđherra segir ţá er ţađ mér hulin ráđgáta eins og svo margt sem frá ríkisstjórninni kemur í ţessu máli. Ţađ er ekki nema von ađ illagangi í endurreisninni ef ţađ telst dýrara ađ halda uppi afbragđs vörnum fyrir íslenskum hagsmunum, hćfri samninganefnd en ađ taka á sig ( ađ ósekju ) rúmmlega 500 milljarđa skuld einkabanka - fjárglćframanna!!!


mbl.is Samningarnir geta reynst dýrari en Icesave-skuldin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband