Hin hliðin

Cameron forsætisráðherra Breta hefur rétt fyrir sér - það er ýmislegt hægt að læra af íslendingum - ekki síst hvað varðar jafnréttismál. En einnig ýmis önnur mál. Þá má einnig læra af því sem okkur hefur mistekist. 

 Í “ágætri peppgrein” sem Ólina Þorvarðardóttir stjórnarþingmaður í Samfylkingu ritar – og stjórnarliðar kætast við og endurbirta sem víðast í áróðursskyni – kemur fram ein hlið "sannleikans" - hægt er og má skyggnast undir og sjá annan sannleika Hér leyfi ég mér að birta nokkrar af staðhæfingum stjórnarþingmannsins ( ritaðar smátt) og síðan mín fyrstu viðbrögð – ( les ekki öll – ekki endilega þau réttustu – en fyrstu viðbrögð) - Halli ríkissjóðs hefur lækkað úr 216 millljörðum króna frá 2008 í 20 milljarða á yfirstandandi ári.-“Rétt”- Já en hvað með 47 milljarða óskrifaða skuld vegna lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna – eða ótilgreint tap vegna SpKef ofl
- Verðbólgan hefur lækkað úr 18% í 6%,- Frá hvaða tíma var (hvenær var hún 18%) –
og átti hún ekki að vera undir mörkum SÍ frá 2010??

- vextir hafa lækkað,
- já en er það nóg – enn eru okurvextir og stýrivextir SÍ miklu hærri en víðast annarsstaðar
- hagvöxtur er nú orðinn meiri hér en í OECD löndum (var 3-4% á síðasta ári, mun meiri en spáð hafði verið),-
já það er rétt ( enda alvarleg kreppa um alla heimsbyggð ekki síst í ESB löndum – en er ekki hagvöxturinn byggður á makrílveiðum ( sem enginn vissi að myndi ganga í íslenskri lögsögu með núverandi hætti og vegna þess að við ráðum okkur sjálf þá getum við veitt “eðlilegt magn” af makríl – og vegna kvótakerfisins þá getum við stýrt veiðum og hámarkað arðsemi með manneldisvinnslu – hinn hluti hagvaxtar er byggður á einkaneyslu /úttekt séreignasparnaðar) og kreditkorta1neyslu erlendis – með öðrum orðum – ekki sjálfbær – ekki byggður á aukinni framleiðslu.
- útflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri,-
en þyrftu að vera 60-80 milljörðum hærri svo krónan styrktist og við gætum greitt allar okkar skuldir
- vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæður, - já en sama svar og fyrir ofan um 60-80 milljarðanna + sýnir styrk íslensku krónunnar

- vöxtur í ferðaþjónustu er sá mesti sem þekkist hérlendis,-
algjörlega rétt og sýnir styrk íslensku krónunnar og auglýsingaáhrif af eldgosum síðustu ára
- kaupmáttur hefur aukist,-
rétt og mun aukast enn meir með vaxandi útflutningi vegna íslensku krónunnar
- kjarasamningar hafa náðst,-
þökk sé samtökum atvinnulífs og verkalýðs – ekki er hægt að þakka ríkisstjórninni það því stjórnvöld hafa brotið nánast alla samninga við Así og SA
- skuldirnar lækka sem hlutfall af landsframleiðslu, - en við skuldum allan gjaldeyrisvaraforðann

- atvinnuleysið minnkar, -
allt alltof hægt – 6000-8000 þúsund flúið land – fólk dettur útaf atvinnuleysislistum vegna langtímaatvinnuleysi og færist yfir á skuldsett sveitarfélög – þá er ótalinn sá fjöldi sem sækir vinnu erlendir en býr hérlendis
- ráðstöfunartekjur hækka,-
vonandi rétt- en ég heyri ákaflega mismunandi sögur um það – enda er skattpíningin býsna mikil
- jöfnuður hefur aukist í samfélaginu –
allir hafa það skítt – bara misslæmt – er það jöfnuðurinn – annars þarf að verða meiri jöfnuður en nú er – og það á jákvæðum nótum þ.e. allir hafi það betra en jöfnuður meiri
- og væntingavísitalan hefur hækkað,
- vanskilahlutfall skulda er nú svipað og 2004, sem þótti gott ár,-
hvað með aldrei fleiri gjaldþrot!?! hvað með 40% heimila séu ekki sjálfbær hvað varðar tekjur og skuldir og stefni smátt og smátt í gjaldþrot!!
- heildarskuldir hafa lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu úr 130% í 110%. – er það góður – ásættanlegur árangur – á kostnað hverra voru þessi 20% sótt? heimilanna í landinu??
Sumsé: Ísland er ekki lengur að kljást við efnahagskreppu.- ojæja – ekki er ég viss um að almenningur sé sammála þvíSérfræðingar greiningardeildann segja að langtímahorfurnar séu mjög góðar í efnahagslífinu. – þar erum við algjörlega sammála svo fremi að núverandi ríkisstjórn fari frá og að upp verði tekin skynsemisstefna í anda – planB – stefnu FramsóknarÞetta gefur okkur vonir um að hægt verði að koma frekar til móts við þá samfélagshópa sem verst fóru út úr hruninu – en það tekur lengri tíma en þrjú ár.- það hefði ekki þurft að bíða þrjú ár – Framsókn lagði til í feb. 2009 – almennar leiðréttingar lána ( svokölluð 20%leið) – sem nær allir eru nú sammála um að hefði verið rétt að fara
En þó að skaðinn hafi ekki verið – og verði sjálfsagt aldrei – bættur til fulls er ólíkt bjartara um að litast nú en áður.-
jú en gæti verið svo miklu- miklu- miklu betra hefði önnur og skynsamari stefna/leið verið farinnKreppan er nefnilega búin.- já segðu fólkinu í landinu það – ég er ekki viss um að það segi sömu sögu – en hún gæti vissulega verið búinn 
mbl.is Cameron vill læra af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

David Cameron er alvöru Íslandsvinur. Hann hefur eindregið mælt gegn því að við göngum í ESB, sökum hinna gríðarlegu auðlinda okkar, og mynda þess í stað öflugt Norðurbandalag með öðrum auðlindaríkum þjóðum á Norðurslóðum. Þá sé framtíðin okkar. Það sem maðurinn David Cameron, sem veit mörg leyndarmál og hefur gríðarlega mikinn aðgang að upplýsingum sem ekki liggja á glámbekk, en allir verulega vel menntaðir menn eru þó með nokkra innsýn í, er að dagar okkar eru taldir ef við göngum inn í Evrópu. Evrópu er að mestu stjórnað frá Þýskalandi, sem er land sem á yfir sér mestu blóðsök allra tíma, og verður látið borga þá skuld, og mun að öllum líkindum hverfa af spjöldum sögunnar, en Þýskaland er deyjandi þjóð...Lönd eins og Belgía, sem er í raun ábyrgt fyrir þjóðarmorðunum í Rawanda, ef þú skoðar málið ofan í kjölið, Frakkland sem hefur arðrænt og eyðilagt lönd eins og Haíti öldum saman, og fengið hálfa Afríku og Arabaheiminn upp á móti sér um leið, en misbeiting Frakka spannar vítt og breitt svæði og margar álfur, og fleiri slík verða látin borga mjög dýra skuld nú á tímum uppgangs Asíu, deyjandi Evrópu og Arabíska vorsins, sérstaklega þegar vissir óvenjulegir hlutir og atburðarrás sem fáir hefðu séð fyrir fer í gang í Miðausturlöndum. Bretar munu bjarga sér fyrir horn, þó Indverjar, næsta stórveldi heims, eigi þeim skuld að gjalda og stór hluti Asíu. En Indland mun sigra, það verður aftur á móti komið í veg fyrir útþennslu Kína af hugmyndafræðilegum ástæðum, og Kínverskir trjóuhestar sem þegar eru til staðar spila þar stórt hlutverk, Indland mun sigra afþví það er hugmyndafræðilega hagstætt fyrir öflin sem stjórna í reynd heiminum. Bretar sleppa fyrir horn meðal annars afþví að þeir mun aftengja sig Evrópu, og finna óvenjulega leið til að sættast við fortíð sína, Skotland er þegar að pæla í að tengjast Norðurlöndunum frekar...Englendingar aftur á móti að aftengja sig algjörlega Evrópu. Þeir sem sleppa hendinni af Evrópu fá að erfa framtíðina. En þeir sem leggjast slefandi undir mestu kúgara heimsins fyrr og síðar munu fá að borga þjófsnautslaun fyrir það, og munu teljast meðsekir, þrátt fyrir að eiga ekki hlutdeild í blóðidrifinni sögu þeirra. Þegar Nýtt Heimsskipulag tekur við verður hverjum úthlutað eftir því sem hann á skilið, og því er Íslandi best borgið flekklausu eins langt fyrir utan Evrópu og kostur er. Íslendingar ættu að tengja sig meira vestur. Bandaríkin í núverandi mynd eru að líða undir lok og öll menning þeirra mun taka stökkbreytingum í náinni framtíð. Ný Ameríka verður til, og tengsl Ameríkuþjóða á milli munu dýpka og styrkjast. Framtíðarmiðjan er þó ekki þar. En við erum ekki í bráðri útrýmingarhættu við það að tengja okkur vestur, en Eurocentrismi og önnur úrelt steinaldarviðhorf í heimi þar sem Evrópa verður bráðum ekki til sem stjórnmálaafl, munu einfaldlega draga okkur til dauða.

xist (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband