Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Það vantar alla skynsemi

Í gær var á Alþingi umræða um stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum HS-Orku. Birti hér uppkastið af ræðu minni þar. Inntakið er að ríkið hafi enga stefnu en valsi um milli ofstækis þjóðnýtingarhugmynda ala Hugo Chaves og frjálshyggju hægri-krata. Það vantar alla skynsemi. 

Virðulegi ForsetiTil að byggja upp atvinnulíf er eitt það mikilvægasta að ríkisvaldið hafi skýra stefnu.Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum HS-orku og Magma Energy?Hver er stefnan varðandi orkuauðlindirnar? sjávarauðlindina? vatnsauðlindina? Eina stundina tala Samfylkingar-ráðherrar og -þingmenn eins og hæstvirtur iðnaðarráðherra og/eða háttvirtur varaformaður viðskiptanefndar um að núverandi eignarhald Magma á HS-orku - sé stefna Ríkisstjórnarinnar. - Í annan tíma heyrist frá öðrum þingmönnum Samfylkingar það sama og flestir ráðherrar og þingmenn VG virðast vilja þ.e. eignarnám og opinbera eign á nýtingarfyrirtækinu. Sem sagt – Annarsvegar þjóðnýting í anda Hugo Chaves og Venesúla og hinsvegar hægrikratismi sem þekkist víða um hinn vestræna heim. Svo eru nokkrir einhverstaðar mitt á milli.  Eigum við að taka upp bæjarútgerðir aftur? Eignarnám á hita- og vatnsveitur í landinu? Ja- hver er nú stefna Ríkisstjórnarinnar? – veit það einhver! Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hæstvirtir höfuð - ríkisstjórnarinnar virðast ekki vita það. Þau hafa bæði talað og staðið fyrir öllum útgáfum að stefnuleysinu. Þegar Orkuveita Reykjavíkur var að selja sinn hluta í HS-orku til Magma síðla sumars 2009  bað hæstvirtur fjármálaráðherra um extra 2 vikur til að fara yfir málið og hugsanlega ganga inn í söluna. Hvað gerðist? – ekki neitt!!- þá sá hann og ríkisstjórnin enga ástæðu til aðgerða – lágu þó allar upplýsingar á borðinu um alltof langan samningstíma – erlent eignarhald osfr..  Hver er stefna ríkisstjórnar sem kennir sig við norrænt velferðarríki?Virðulegur forseti á Norðurlöndunum þekkist bæði að auðlindir séu í almannaeigu eða einka – þannig eru 2/3 vatnsauðlinda í Danmörku í einka-eigu – þar setja menn hinsvegar almenn lög um nýtingu, auðlindarentu, arð ofl.   – það þykir skynsamlegt þar.Á öllum Norðurlöndum eru stóru orkufyrirtækin í blandaðri eign opinberra og einkaaðila - fyrirtæki eins og Norsk Hydro , Dansk NaturGas (DONG) ofl ofl. Þar þykir það skynsamlegt að láta einkaaðila um áhættusama nýtingarhlutann en setja almennar reglur um hámarksgjaldskrá, hæfilegan samningstíma (20-30ár),  arð og rentu almennings.Hérlendis vantar alla skynsemi enda er hér  ýmist uppi á borði öfga-vinstristefna VG eða hentistefna Samfylkingar. Það er ekki leiðin framá við – það er ekki leið skynseminnar.

Auðlindir - orka

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um auðlindir landsins ekki síst orku auðlindina. Hinsvegar hefur umræðan ekki öll verið upplýsandi né hófstillt. Fullyrða má að mjög mikils misskilnings eða ætti maður heldur að segja mismunandi skilnings gæti í yfirlýsingum fólks. Til að mynda má spyrja sig eftir árangursríka herferð í að safna undirskriftum á orkuauðlindir.is hvort allir þar hafi sama skilning á um hvað eigi að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á að kjósa um að allar orkuauðlindir - og jafnvel allar auðlindir- eigi að vera í almannaeigu og rekstur, nýting í höndum almennings. Eru allir sem skrifuðu undir sammála um að gera alla nýtingu auðlinda að opinberum rekstri?

Hér í fréttinni um Orkustöð Húsavíkur kemur fram að Orkuveitan á Húsavík hafi verið í áhættu- og nýsköpunarrekstri til að hámarka arðsemi almennings á orkuauðlindinni með því að framleiða rafmagn með svokallaðri Kalinatækni. Er ekki skynsamlegt að áhættan sé tekin af einkaaðila eða telja einhverjir að fjárfestar hvorki innlendir né erlendir megi koma nálægt orku Íslands?

Í því sambandi er rétt að benda á að á margnefndum Norðurlöndum eru flest stóru orkufyrirtækin bæði í opinberri eigu sem og með einkafjármagn. t.a.m. Norsk Hydro, Statoil, DONG (Dansk-natur-gas) osfr osfr.

Mín skoðun er að koma eigi auðlindaákvæði í stjórnarskrána sem tryggi eignarhald almennings. Ég tel að leiga á nýtingarrétt komi vel til greina en þá að hámarki til 25-30 ára og að setja verði ákvæði um hámarks gjaldskrá og auðlindagjald eins og er t.d. um kaldavatnsveitur í Danmörku til  að tryggja rétt almennings og tekjur af auðlindinni.

Vörumst öfga stefnur hægri og vinstri. Tökum upp skynsama miðjustefnu, lærum af nágrönnum okkar á Norðurlöndum og ræðum af yfirvegun um nýtingu auðlinda þjóðarinnar.

 Orka, vatn og matur það eru okkar náttúru-auðlindir - þær verðum við að nýta - það skapar atvinnu og hagsæld fyrir alla Íslendinga.

 

 


mbl.is Tekur aftur við Orkustöðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband