Framundan er fólkið...

Nú verður ekki aftur snúið. Ég var að skila inn tilkynningu til kjörstjórnar í Suðurkjördæmi um að ég gefi kost á mér í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Kjörseðlar verða síðan sendir til félagsmanna eftir helgi. Síðustu forvöð til að póstleggja atkvæði sitt er svo 4. mars næstkomandi.

Einn og óstuddur hefði ég ekki gefið mig í þetta ábyrgðarfulla verkefni. Traust og stuðningur er hverjum nauðsynlegur í slíkt. Fyrir þá hvatningu er ég þakklátur.

Ég ætla því að taka mér frí frá dýralækningum og nota þennan dýrmæta tíma til að kynnast enn fleiri Framsóknarmönnum og efla tengslin.

Á næstu dögum munu vonandi fleiri en doðakýr og veikar skepnur verða varar við mínar verkefnabreytingar. Ég hef engar áhyggjur af skepnunum, veit að þeim verður sinnt af færum kollegum. Mig langar hins vegar til að Framsóknarmenn á Suðurlandi verði vel upplýstir um það val sem þeir standa frammi fyrir og mér takist að sinna þeim sem skyldi.

Til að það takist á sem bestan hátt eru allar ábendingar frá ykkar hálfu vel þegnar. Því vil ég hvetja ykkur til að hafa samband við mig, bæði símleiðis og eins í gegnum netið.

Saman getum við blásið byr í seglin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband