Lýðræðisumbætur

Við Framsóknarmenn höfum barist fyrir umbótum á stjórnarskránni í langan tíma. Að koma ákvæði um þjóðareign á auðlindum, skerpa á aðskilnaði löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ráherrar gegni ekki þingmennsku og heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslu séu auknar,  til að nefna nokkra þætti.

En á Alþingi eru alltaf einhverjir sem eru í pólitískum leik og vilja ekki að lýðræðið þýði,  að valdið sé fært beint til almennings.

Birti hér á eftir grein sem birtist fyrst í Sunnlenska fréttablaðinu í gær.

Lýðræði - fyrir okkur öll

Í janúar síðastliðnum þegar þjóðfélagið var á suðupunkti hélt Framsóknarflokkurinn sitt flokksþing. Þar var kosin ný forysta. Þar var gert upp við liðna tíma, þar var stefnan sett á nýja tíma með gömlum gildum. Gildum sem gleymdust í Hrunadansi hins svokallaða ,,íslenska efnahagsundurs". Dansi sem reyndist vera lokadans frjálshyggjunnar. Lokadans þess tíma að lokaðir hópar útvaldra færu með allt vald. Bæði í heimi viðskipta og stjórnmála.

Nýir tímar - stjórnlagaþing

Það var í janúar að Framsóknarflokkurinn bauð þjóðinni til nýrra tíma þar sem þjóðin fengi að tala og stjórnmálamenn að hlusta. Það var Framsókn sem lagði til að efnt yrði til stjórnlagaþings þar sem þjóðin kysi beint fulltrúa sína til að semja nýja stjórnarskrá. Nýja lýðræðislega og nútímalega stjórnarskrá sem lögð yrði fyrir dóm þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu.

Vilja ekki missa valdið

Sjálfstæðismenn hafa valið sér þá sérkennilegu stöðu að berjast gegn þjóðinni. Halda uppi málþófi gegn því að þjóðin sjálf fái að velja fulltrúa og kjósa um stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rök þeirra eru kostnaður! Það er sérkennilegt að heyra þá nefna tölu uppá 2 milljarða (sem er í reynd ca. 250 miljónir ef farin er leið Framsóknar) - sömu mennina sem ekki þurftu langan tíma til umhugsunar eða umræðu í október síðastliðnum  þegar ákveðið var af þáverandi ríkisstjórn að setja allt að 25 milljarða í sjóð 9 hjá Glitni  og yfir 200 milljarða í peningamarkaðssjóðina! Ef farin verður leið Framsóknarmanna verður kosið samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum til stjórnlagaþingsins. - ein málþófs rökin voru, að sú leið væri ekki nógu góð - fólkið myndi rugla saman kosningum til stjórnlagaþings og sveitarstjórna!

Lýðræði kostar

Við Framsóknarmenn treystum fólkinu í landinu. Lýðræði kostar,  samkvæmt áðurnefndri tillögu okkar Framsóknarmanna kostar stjórnlagaþingið u.þ.b. 800 kr. á íbúa eða 250 milljónir. Hvaða íbúi heimsins, sem býr við misrétti, kúgun, ójafnræði  væri ekki til að greiða 800 kr.- fyrir lýðræðið.

Það var líka Framsóknarflokkurinn sem leysti stjórnarkreppu hinnar aðgerðalausu ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Framsókn bauðst til  að verja hlutleysi, minnihlutastjórn sem ætti að taka á bráðavanda heimila og fyrirtækja. - Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-Grænna sem hefur því miður ekki valdið því hlutverki.

Enn hefur engri skjaldborg verið slegið upp kringum heimilin hvað þá fyrirtækin. Þrátt fyrir mikinn fagurgala talsmanna flokkanna. Enn eykst atvinnuleysið og gjaldþrotum snarfjölgar.

Hugmyndir að lausnum

Það er því þörf á skjótum lausnum. Það er veruleg þörf fyrir Framsókn - fyrir okkur öll.

Framsóknarflokkurinn leysti upp stjórnleysi Sjálfstæðismanna og Samfylkingar. Við komum á stöðugleika í þjóðfélaginu með stuðningi við minnihlutastjórnina sem því miður hefur ekki nýtt tækifærið til að verja heimilin og fyrirtækin. Kosningarnar 25 apríl eru til komnar vegna okkar kröfu. Stjórnlagaþingið þar sem þjóðin fær valdið til að  semja nýja stjórnarskrá án afskipta flokksræðisins er í boði Framsóknarmanna - fyrir okkur öll.

Sigurður Ingi Jóhannsson skipar 1. sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Ég fer nú bara að hafa gaman af því  að lesa pistlana þína vegna þess að það er eins og þú hafir ekki verið hér á landi síðustu ár.

Ég vil þá upplýsa þig um það að Frammsóknarflokkurinn var hér við völd í 12 ár og ég man nú ekki eftir þessari sérstöku lýðræðisást sem þú talar um, þú mundir nú senda mér link á öll þessi frammfaramál sem Frammsóknarmenn hafa flutt á Alþingi um aðskilnað ráðherra og þjóðareign á auðlindum . 

Varðandi fiskveiðikvótann þá man ég ekki betur enn að formaður Frammsóknarflokksins hafi haft nokkra hagsmuni af því að hann var settur á.

Svo er eitt enn að lokum varðandi 20 % niðurfellinguna sem á ekki að kosta neitt ef ég hef skilið ykkar tillögur rétt , til að svo geti verið þá þurfa erlendir lánadrottnar að hafa afskrifað um 50% sinna krafna ekki rétt, hefur þú einhver gögn um að þeir muni gera það og ef svo er myndir þú ekki leyfa okkur hinum að sjá þau.

Kveðja 

Viðar Magnússon

Vinstri rauður

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband