Vandræðagangur

Fyrir nokkrum mánuðum sagði fjármálaráðherra Steingrímur Joð. fjálglega frá því að að samningamaður hans í Icesave deilunni Svavar Gestsson væri að ná glæsilegum árangri í viðræðunum. Smátt og smátt hefur hann og forsætisráðherra þurft að éta ofan í sig hverja yfirlýsinguna á fætur annarri um samninginn. Sennilega er sannleikurinn sá að þetta er versti og afdrifaríkasti samningur sem íslensk þjóð hefur þurft að standa frammi fyrir. Ég trúi ekki enn að þingmenn VG ætli að staðfesta hann á þinginu. Samfylkingarþingmönnum er hinsvegar trúandi fyrir flestu svo fremi að stefna þeirra um að Ísland komist í fyrirheitna sambandið - ESB gangi upp.

Nú er rætt um stöðugleika sáttmála. Samning sem er bæði nauðsynlegur og góður til að byggja hér upp samstöðu og sóknarfæri fyrir þjóðarbúið. Ríkistjórnin hefur látið líta svo út lengi, að hún sé alltaf alveg við það að ná öllum saman, ná niðurstöðu. Sennilegur sannleikur er það hinsvegar að þarna sitja allir jafn ósáttir. Þvingaðir inn af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og verkefnið er að láta íslenska þjóð finna fyrir niðurskurði, skattahækkunum. Þannig að út á við í alþjóðasamfélagið líti út fyrir að þjóðin finni til. (sem hún sannanlega gerir). Og inná við sé upplifunin að allir séu í sama bát.

Þetta er þekkt sálfræðiaðferð AGS en hefur ekkert með framtakssemi ríkisstjórnarinnar að gera. Enda er sami vandræðagangurinn á þessi máli sem öðrum. Verkefnið er erfitt eins og ríkisstjórnin þrástagast á - svo erfitt og vandasamt að ríkistjórnarflokkarnir ráða ekki við það einir. Hér þarf þjóðstjórn og samstöðu allra um að fara skynsamlegar leiðir fyrir fólkið í landinu. Fyrir Ísland.


mbl.is Undirritað ef sátt næst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður Ingi

Þetta er leikrit að ég tel. Það verður skrifað undir fljótlega  sennilega á morgun.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 23:36

2 identicon

     Það er hreint út sagt ótrúlegt að Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksis þrástagast á samningurinn um Icesafe, sé í alla staði ómögulegur, flokkarnir er komu okkur í mesta vanda í áratugi, með andvaraleysi sínu og sölu ( úthlutun) eftir helmingaskipta reglunni góðu.   Okkur sem þjóð er nauðugur sá kostur að standa við skuldbindingar okkar, ef við eigum að vera í samfélagi þjóða, og að fá greiðslufrest í 7 ár og síðan 8 ára uppgreiðslu á eftirstöðvum er betra en ég hafði vonað.  Ekki hef ég heyrt tíst í Þingmönnum Framsókar um það örlæti er íslenskir fjármagnseigendur fengu að fullu tryggðar sínar innistæður í ísl. bönkum, og meira segja voru tæpir 200 milljarðar settar í peningamarkaðsjóði bankanna, áf skattfé okkar, en eins og þú væntanlega veist að þeir vorur að fullu ótryggðir, en nú þegar á að standa við lámarks innistæðutrygginar gangvart Bretur og Hollendingum þá vilt þú og fleiri bara hlaupa í felur og segja allt í plati.

   Það má öllum vera ljóst að skera þarf niður verulega hjá Ríkinu, og leggja af fjölda stofnanna draga úr eftirlitsiðnaðnum, tel að um 15% fækkun starfa í opinbera geiranum verði á næstu tveimur árum.  Vitaskuld þarf að ná fram stööuleikasáttmála, og virðist hann vera í sjónmáli, sem betur fer, nú er ekki tími til að vera gaspra og leita sér vinsælda heldur að styða núverarndi stjórnvöld í viðleiti sinni til að moka flórinn eftir fyrri stjórnir.

Hallur (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 01:13

3 identicon

Man enginn eftir tímanum fyrir hrun? Mér finnst allt í lagi að minna alla þá sem lögðu inn pening í Kaupþing eða Landsbanka í útlöndum að þar var varað við að Ísland væri ekki hluti af ESB og þar af leiðandi gætu gilt aðrar reglur en innan.

Ég sendi þessa sömu ábendingu á Eyjuna í júlí í fyrra eftir að hafa séð þýskan þátt:

Gott kvöld.
Ég var að horfa á WISO á þýsku stöðinni ZDF, þar var fjallað um "Tagesgeldkonten" og nefnt að bestu vextirnir væru í boði hjá Kaupþingi... nema varað var við því að aðrar reglur giltu utan EU og að Ísland væri stórskuldugt.
Hér er linkur á umfjöllun um fréttina: http://wiso.zdf.de/ZDFde/inhalt/25/0,1872,1001625,00.html
Ég sá Eyjuna aldrei tala meira um málið.
Kveðja, Káta

Káta (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 05:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband