Áhættunarvirði - virðingarvert hjá bændum

Það er virðingarvert af sauðfjár- og kúabændum að vera tilbúnir að leggja sitt að mörkum til að þjóðarskútan komist sem fyrst á rétt ról. Það sýnir svo ekki verður umvillst að forystumenn bænda eru skynsemis menn sem gera sér grein fyrir að aðeins með samstilltu átaki - samvinnu allrar þjóðarinnar náum við því markmiði.

Áhættan er fólgin í að það mistakist að koma á stöðugleika. Ávinningurinn felst annarsvegar í lengingu búvörusamninga um rúmlega tvö ár og þar með stöðugleika í rekstrarumhverfi bænda. Hinsvegar í að ef vel tekst til með samstilltu átaki þjóðarinnar allrar þá mun verðbólga verða lág, vextir snarlækka og þar með eðlilegra rekstrarumhverfi og stöðugleiki.

Hætta er að núverandi ríkistjórn geri sér ekki nægilega vel grein fyrir vandanum. Neiti að horfast í augu við verkefnin og kunni ekki annað en hækka skatta og skera niður. Verkefnið er auðvitað að koma efnahagslífinu í gang og það strax.

Sporin síðustu vikna hræða. Ég skrifaði grein um flutningskostnað raforku í gróðurhúsum og birti hér 19. apríl. Greinin fjallar m.a um aðgerðaleysi, máttleysi og viljaleysi núverandi stjórnvalda. Ekkert hefur enn verið aðgert.  Það er ástæða þess að garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir sambærilegan samning þrátt fyrir að þeir séu tilbúnir til þess. Þeir vilja freista þess að ná fram leiðréttingu áður á flutningskostnaðinum. Birti hér greinina aftur í trausti þess að það hafi áhrif á ríkistjórnina.

Ljósin slökkt. Steingrímur Joð máttlaus. 

Það eru graf alvarleg tíðindi að ríkistjórn Vinstri-Grænna og Samfylkingar hyggist ekkert gera til að koma í veg fyrir fimmföldun á flutningsverði raforku.

Hvar eru nú yfirlýsingar Steingríms Joð og stefna VG um grænu stóriðjuna? Hvar eru yfirlýsingar Samfylkingar og Össurar iðnarráðherra um nýsköpun og 6000 störf?

Hér í Hrunamannahreppi eru yfir 100 ársverk í garðyrkju. Garðyrkjan er hin græna stóriðja. Lýsing í gróðurhúsum er nýsköpun sem garðyrkjubændur fóru út í. Afraksturinn er að við neytendur fáum íslenskar garðyrkjuafurða allt árið. Góðar og heilnæmar vörur á góðu verði. Augljóst er að garðyrkjan getur ekki og vill ekki velta þessari hækkun út í verðlagið með þar af með fylgjandi hækkun vísitölu.

Hvar eru nú yfirlýsingar ríkistjórnar um velferðarbrú, stefnan að byggja upp - fjölga störfum- verja landbúnaðinn?

Það eru máttlaus rök að halda því fram að ekkert sé hægt að gera. Ein garðyrkjustöð á Flúðum notar meira rafmagn en  öll heimili á Eyrarbakka og Stokkseyri til saman!!Rafmagnið er afhent í einum kapli á einn stað. En í hinu tilvikinu er rafmagnið afhent í 300-400 hús. Það er skrýtið kerfi sem verðleggur flutningskostnaðinn hærri til þessa eina stórnotenda. Það eru máttlaus rök að ekkert sé hægt að gera. 

Aðgerðir strax - fyrir okkur öll

 


mbl.is Milljarður skorinn af bændum næstu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sæll Sigurður. Mér finnst fyrirsögnin hjá þér svolítið orka tvímælis. Það eru flestir Íslendingar að leggja fram fórnir af einhverju tagi þessa dagana, bændur sem aðrir. Virðingarvert? Veit ekki hvort það sé það í sjálfu sér. Ástandið er þannig að allir verða víst að taka þátt í að endurreisa þessa blessaða land okkar, Sumir nauðugir viljugir aðrir ekki.

Um hitt er ég sammála þér að ef hræsnin á sér lit þá er hún Vinstri-græn. Hvar er velferðarbrúin, Skjalborgin o.fl. o.fl. Því miður hafa vinstri menn ekki verið þekktir fyrir það hingað til að horfa til landbúnaðarins eða landsbyggðarinnar í heild ef út í það er farið, þrátt fyrir að heiti flokksins gæti bent til þess.

Guðmundur St Ragnarsson, 8.5.2009 kl. 01:20

2 identicon

Komdu sæll

 Þar sem við erum báðir fæddir á sömu torfuni þá þekkjuim við landbúnaðin nokkuð vel þó svo að við störfum ekki við hann í dag. Ég var að lesa nýjustu færsluna þína og verð nú að segja eins og er að ég hef nú lesið betri skrif eftir þig.

Þegar sauðfjárbændur og kúabændur frammlengdu þennan samnig þá hefur væntalega einhver verið hinum megin við borðið eða er það ekki.

Varðandi rafmagnið þá tek ég eftir því að þú segir að Steingrímur eigi að koma í veg hækkun á rafmagni og sennilega er það rétt hjá þér en hver ákvað þessa hækkun var það hann eða einhver annar, nú er það svo að garðyrkja hefur verið lengi starfandi að Flúðum og notað rafmagn .

Þú leiðréttir mig en ég man ekki betur enn að Frammsóknarflokkurinn hafi farið með bæði Iðnaðar og landbúnaðarráðuneytin nokkuð lengi og hvers vegna beyttir þú þér ekki fyrir því þá að laga þessi mál með sama fyrirgangi og núna ?

Þegar menn leggja á skeið þá þarf að fara varlega og ekki of geist ég held að þú ættir að draga andan og hugsa um það sem á undan er gengið og rifja það upp fyrir sjálfum þér hvers vegna við erum stödd sem þjóð þar sem við erum núna.

 Keðja 

Viðar Magnússon

Vinstri rauður

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband