Fyrirkomulag póstkosningar

Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðurkjördæmi sem haldið var í 14. febrúar í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli var samþykkt tillaga þess efnis að val í sex efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninga til Alþingis þann 25. apríl nk. skyldi fara fram með póstkostningu allra félagsmanna í kjördæminu.

Frestur til að tilkynna framboð rann út á hádegi í gær. Ennfremur var lokað fyrir nýskráningar í flokkinn  í gær. 

Munu atkvæðaseðlar að öllum líkindum vera sendir út til félagsmanna eftir helgi og verður hægt að póstleggja atkvæði sitt til og með 4. mars næstkomandi. Úrslit verða svo kynnt á kjördæmisþingi sem haldið verður á Selfossi, helgina 7-8. mars.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Nú er bara að allir taki þátt og skili atkvæðum sínum í tæka tíð þarna er farin leið lýðræðisins allir sem skráðir eru í flokkinn fá sendan seðil.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 21.2.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband