Skýr svör

Gríðarleg mótmælaalda um allt land. Undirskriftarlistar allt að helmingur kjósenda á suðurlandi skrifa undir mótmæli gegn niðurskurðarstefnu ríkisstjórnar VG og Samfylkingar.

Nú vantar skýr svör frá heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra um að horfið verði frá þessari fjandsamlegu stefnu í garð landsbyggðar og skynsamari leið valin. Það dugir ekki að segja að málin verði skoðuð eða sett í nefnd.

Fyrsta skref er að lýsa yfir að niðurskurðarstefnan hafi verið röng.Næsta að hafa raunverulegt samráð við fagaðila og heimafólk um land allt. Greina grunn þarfir heilbrigðisþjónustu hvers svæðis að teknu tilliti til veðurfars og samgangna.Síðan að finna út raunverulegan kostnað per einingu í kerfinu og þá sést hvar er hagkvæmast að vinna verkin.

Að öllu þessu athuguðu er hægt að taka skynsamlegar ákvarðanir um hvar hvað verkefni skuli unnin á hagkvæmastan hátt að teknu fullu tilliti til öryggis íbúa og jafnræðis.

Við viljum að allir íbúar landsins hafi jafnan aðgang að grunn heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og búsetu - eða eru einhverjir sem vilja ójöfnuð?


mbl.is Meðmæli með heilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband