Þingvellir

Í fyrirspurn minni á Alþingi, í kjölfar brunans, til forsætisráðherra um framtíðaruppbyggingaráform fengust fá svör. Staðreyndin er sú að aðeins í stuttri forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar var leitað til heimamanna, fagaðila ferðaþjónustunnar og annarra hagsmunaaðila um hugmyndir að uppbyggingu. Í annan tíma virðast forsætisráðherrar og Þingvallanefndir hvers tíma lítinn áhuga hafa haft á samstarfi við þessa aðila.
Þingvallanefnd og stjórnsýslan
Ég hef lengi haft þá skoðun að það þurfi að breyta stjórnsýslu þjóðgarðsins. Það væri miklu eðlilegra að Þingvallanefnd væri skipuð í bland heimafólki, sveitarstjórn svæðisins, hagsmunaaðilum ásamt fulltrúum frá Alþingi. Í heimsókn sem við oddvitar og sveitarstjórar uppsveita Árnessýslu fórum til Skotlands fyrir nokkrum árum heimsóttum við þjóðgarð Skota, Loch Lomond and the Trossachs National Park, einmitt í þeim tilgangi að kynnast stjórnsýslu þjóðgarðsins og því hvernig er að hafa þjóðgarð innanborðs í sveitarfélagi eða sveitarfélögum. Starfsemi og stjórnskipan þar var verulega frábrugðin þeirri sem við þekkjum frá Þingvöllum. Og gætum við lært þar margt af Skotum.
Í starfi mínu sem oddviti samráðsvettvangs sveitarstjórna uppsveita á Suðurlandi og einnig sem formaður skipulags- og byggingarnefndar sama svæðis, og þar með Þingvalla, hef ég kynnst náið hvernig stjórnsýslan og uppbyggingin hefur verið um langt skeið. Við þá kynningu hefur mér orðið ljóst að Þingvellir eigi að vera opnari íslenskum almenningi án þess að skerða þurfi kröfur um náttúru- eða menningarverðmætavernd. Einnig megi önnur starfsemi í og í kringum þjóðgarðinn vera meiri án þess að sess Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO sé ógnað.

Uppbygging samkvæmt vilja þjóðarinnar

Það væri áhugavert að fá fram vilja þjóðarinnar um hvaða uppbyggingu menn vilja sjá. Til þess þarf opinbera umræðu. Sú skoðun er algeng að þar sem við séum svo illa stödd fjárhagslega um þessar mundir þýði ekkert að huga að enduruppbyggingu. Að mínu viti ættum við einmitt nú að hugsa fram í tímann. Það er akkúrat núna sem við sem þjóð eigum að horfa fram á við. Hvað er meira viðeigandi en hefja hugann upp yfir núverandi efnahagsmótlæti, kúganir stórþjóða, Icesave-samninga og ESB-aðildarumsóknir. Eru ekki Þingvellir staðurinn til að sameina hugi þjóðarinnar? ,,Tengdu oss að einu verki" eins og stórskáldið Einar Ben. orti í kvæði sínu, Til fánans. Við þurfum á því að halda að vera bjartsýn á framtíð þjóðarinnar, þrátt fyrir allt. Við þurfum á ný, á að halda eldmóði gömlu aldamótakynslóðarinnar til að blása baráttuvilja og þrótti í brjóst okkar.

Setjum nú hugmyndasmíðina af stað. Hefjum orðræðu, því orð eru til alls fyrst. Það kostar ekkert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heilll og sæll Ingi

Grímur Geitskór og Úlfljótur fóstbróðir hans voru Lónmenn. En ég trúi því að í ljósi þess að nú stefnir í sameinaða Evrópu og að styst er yfir sundið til meginlandsins er eðlilegt að á næstu áratugum færist höfuðstöðvar verslunar og þjónustu þarna austur.

Má ekki treysta því Ingi að þú fylgir skynsömum öflum í landinu sem samþykkja ICESAVE með fyrirvörum. Ég setti inn færslu í gær um að Sigmundur Davíð og Höskuldur Þórhallsson hefðu glutrað stóru tækifæri til að vera virkir þátttakendur í endurbornu þingræði í landinu. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.8.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband