Hvað er málið?

Í skýrslu forsætisráðherra um efnahagsmál kom fátt nýtt fram. Það er hinsvegar alltaf fróðlegt að skoða stöðuna á hverjum tíma og sérstaklega sjónarhól yfirvalda. Hvað ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-Grænna telja að sé að og hvað ekki.

Það sem kom fram fyrir utan áætlaðan fund um stöðugleikasáttmála sbr. fréttina,  er að áfram skuli fylgst grannt með ýmsum hópum (eins og heimilum) og brugðist við með viðeigandi aðgerðum!!! Hinsvegar kom fram margoft hjá forsætisráðherra að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-Grænna séu búin að grípa til margvíslegra aðgerða sem komi atvinnulausum til góða!! sem og skuldsettum fyrirtækjum og heimilum!!. Jafnframt margítrekaði forsætisráðherra að íslensk stjórnvöld og Seðlabanki Íslands ráði ferðinni í peningastefnunni og þar með vaxtastefnunni  en ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn!

Í raun þýðir þetta á mannamáli að staðan sem þjóðin sér,  okur-stýrivextirnir og aðgerðaleysið gagnvart skuldugum heimilum og fyrirtækjum eru á ábyrgð og í boði ríkisstjórnarinnar.

Þrátt fyrir að Samfylking og Vinstri-Grænir séu meistarar áætlana um margvíslegar stefnur og fyrirætlanir eru litlar sem engar áætlanir um efnahagsmál og/eða peningastefnu. Það er málið.  

Tveggja tíma umræða á Alþingi skilaði því þó.  En það er lítil hjálp í því fyrir heimilin og fyrirtækin. Því miður.

Stjórnarandstaðan bauð fram aðstoð sína á ýmsan hátt. Við Framsóknarmenn ásamt Borgarahreyfingunni bentum á nauðsyn þess að fara í lækkun höfuðstóls lána.

Í ræðu Birkis Jóns varaformanns kom fram að allt að 28.500 heimili verði komin í þrot í árslok ef ríkisstjórnin heldur áfram á sömu braut. Það snertir um 100 þúsund manns miðað við vísitölufjölskylduna. Það gengur auðvitað ekki. Hversu lengi þurfum við að bíða eftir að ríkistjórn Samfylkingar og Vinstri-Grænna opni augun fyrir vanda fólksins í landinu. 

Vandamálið er þekkt. það þarf ekki að fylgjast með því vaxa. Það þarf að leysa vanda-málið.


mbl.is Fundað um stöðugleikasáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Því beitir þú ekki mótmælum og mætir ekki til vinnu, þar sem þú og þið hin eru höfð að fíflumaf ríkisstjórninni. Það hefur ekkert verið hlutað á ykkur frá því að þið studduð minnihlutastjórnina undir lok 2008.  Hvað langan tíma viljið þið láta ríkisstjórnina hafaykkur að fiflum.

Eggert Guðmundsson, 25.5.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband