Hver er vandinn. Hvar er klemman?

Bæði vandinn og klemman virðast augljóslega vera hjá ríkisstjórninni. Vandinn er fólginn í því að það eru engar efnahagsráðstafanir á döfinni. Engin peningamálastefna. Einungis misvísandi stefna um aðildarviðræður að ESB. Og þar er klemman.

Samfylking og VG gátu ekki komið sér saman um ríkisstjórnarsáttmála. Samstarfsyfirlýsing heitir plaggið. - Það getur hljómað lýðræðislega að leita til Alþingis með mál - vera sammála um að vera ósammála.  Ef það á að vera lýðræðislegt á þá ekki að leita með öll mál til þingsins?

Við Framsóknarmenn erum meir en tilbúin til slíkra lýðræðislegra vinnubragða. Við vildum gjarnan sjá að efnahagstillögur okkar í 18 liðum sem voru lagðar fyrir síðasta þing fengu lýðræðislega eðlilega umfjöllun í þinginu.  Það eru þó mál sem brenna á þjóðinni núna,  gætu leyst vanda og klemmu ríkistjórnar og seðlabanka.

- Við erum meir en tilbúin til að þingið verði umræðugrundvöllur og löggjafi en framkvæmdavaldið framkvæmi ákvarðanir Alþingis eftir þinglega meðferð mála. En það verður þá að gilda um öll mál. Ekki bara einhver sérvalin mál sem Samfylking og VG eru með í klemmu. Ráða ekki við að leysa vandann. Lýðræði er ekki bara uppá punt. 


mbl.is Seðlabankinn í klemmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll 

Þessi ríkisstjórn leyfir þó stjórnarndstöðunni að fá að koma að málum en það var ekki á dagskrá ríkisstjórnar Farmmsóknar og Íhaldsins hér um árið og við vitum báðir hvernig það endaði.

Það er nú gott ef þið Frammsóknarmenn eru búinir að finna lýðræðið því að það hefur ekki þvælst mikið fyrir ykkur undanfarinn ár.

Þú ert nú klárari en ég í þessu en er það ekki Seðlabankinn sem sér um peningamálastefnuna í þessu landi ásamt Alþjóða-gjaldeyrissjóðnum sem að vill ekki láta lækka stýrivexti meira ef marka má fréttirnar.

Kveðja

 Viðar Magnússon

vinstri rauður

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband