Er kreppa hjá ríkisstjórninni? Eða ,,bara" hjá þjóðinni?

Rúmlega 3 mánuðir eru liðnir frá því að minnihlutastjórn Samfylkingar og VG tók við ríkisstjórnarvaldinu. Fljótlega var lýst yfir nauðsyn þess að slá skjaldborg um heimili fólks. Fljótlega lýstu báðir aðilar yfir að ef flokkarnir næðu meirihluta eftir kosningar myndu þeir vinna saman áfram. Í dag eru 9 dagar frá kosningum. Ekki er enn komin yfirlýsing um að stjórnarsamstarf sé komið á. Ekki er enn komin nein skjaldborg sbr fréttina.

Yfirlýsingarnar eru hins vegar um að ekkert liggi á!! (formenn beggja flokka). Um að það hafi ekki verið svo margir starfsdagar! frá kosningum (félagsmálaráðherra í morgun) eða ekki hafi unnist tími til viðræðna. Hálfgerðar hótanir viðskiptaráðherra og forsætisráðherra um helgina í garð þeirra sem geta ekki greitt og eru að gefast upp. Vinstri stjórn sem tekur sér frí 1. maí  frá viðræðum. Ég hefði haldið að það yrði dagurinn sem ríkisstjórnin yrði kynnt. Áætlanir um endurreisn atvinnulífs og skjaldborgin margumrædda um heimilin afhjúpuð.

Auðvitað er verkefnið erfitt framundan. Það á þó ekki að koma ríkisstjórninni á óvart. Það er fleirum og fleirum að verða ljóst að eina færa leiðin er að koma fram með lausnir sem felast í lækkunum á höfuðstól lána. Þak á hve há prósenta af launum fólks fari til greiðslu húsnæðisskulda. Það þýðir ekki að segja eins og nær allur ráðherraskarinn; það er of dýrt (og það án þess að hafa kynnt sér það). Hvað kostar það samfélagið ef hluti fólks flýr land. Of stór hluti fólks verður atvinnulaus. Stærri hluti hættir að greiða af lánum sínum af því fólk sér enga glætu framundan. Hvað kostar að stöðva efnahagslífið og framkalla kerfishrun?

Það er nákvæmlega það sem hefur verið að gerast  allt frá því í október.  Hvort sem um er að ræða ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Engar raunverulegar aðgerðir. Herða sultarólina, lengja í lánum, fresta vandanum, dýpka kreppuna. Fara ,,Finnsku Leiðina"!! Skref fyrir skref.

Hvað þarf til að ríkisstjórnin vakni? Vonandi ekki alltof margar svona fréttir um að fólk sé að kikna undan skuldunum. Við þurfum að fara að sjá raunverulegar aðgerðir til bjargar heimilum og fyrirtækjum. Raunverulegar efnahagsaðgerðir sem hafi í för með sér lækkun vaxta og styrkingu krónunnar. Það má engan tíma missa.


mbl.is Kikna undan skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Hvað þarf til að ríkisstjórnin vakni spyrð þú?  Mitt svar er einfalt við (þjóðin) þurfum að bregðast þannig við að við berjum á þeim - aðeins þannig vakna þau af dvalanum.  Með því að hætta að greiða af lánum & taka allan pening út af bankabókum, þannig náum við að berja á þeim.  Aðeins þannig (því miður) tekst okkur að vekja þau, nýtt kerfishrun mun opna fyrir að þau (stjórnvöld) fari að hlusta á nýjar & öðru vísi lausnir en ráðgjafar þeirra veita þeim.  Væri t.d. ekki gáfulegt hjá þeim að skipta út ráðgjöfum og kalla að borðinu t.d. "Heilbrigða skynsemi......"

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 4.5.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband