Landsfundarhelgin mikla

Áhugaverð helgi er að baki. Hjá okkur frambjóðendum Framsóknar fólst hún í undirbúningi fyrir kosningabaráttuna. Við komum saman á afar öflugri og áhugaverðri ráðstefnu á Háskólatorgi HÍ á laugardeginum. Í gær var svo haldið áfram kynningum og fræðslu bæði í Reykjavík en einnig komum við í Suðurkjördæmi saman á Eyrarveginum á Selfossi til samveru, samtala og myndatöku. - Nú er ekkert að vanbúnaði að henda sér út í kosningabaráttuna. 

Landsfundir Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks voru líka þessa helgina og fylgdist maður einnig með því. Tvennt stendur uppúr á báðum stöðum.

Hjá Sjálfstæðisflokki var erfitt að sjá hvort þeir sýna raunverulega iðrun, löngun til að gera upp við mistök fortíðar hvort sem er í stefnu eða hjá fólkinu. Eða hvort þeir hylla fortíð sína, stefnu og foringja. Endurreisnarskýrslan er ekki trúverðug eftir ræðu Davíðs og undirtektir landsfundar. Einnig fannst mér sérstakt að fráfarandi formaður sem þjóðin ÖLL hefur beðið eftir að bæðist afsökunar á hruninu bað sjálfstæðismenn afsökunar EKKI þjóðina.

Samfylkingin leggur til að við göngum í ESB og öllum okkar vandræðum er lokið!!! Kannski á sú trú þeirra ekki að vekja eftirtekt en áherslan á inngöngu hvað sem það kostar gerir það áneitanlega. Ekki síst í ljósi þess að hitt atriðið sem vakti athygli mína var að það stóð ekkert um það hvernig Samfylkingin ætlar að slá skjaldborg um heimilin, engar aðgerðir aðrar en greiðsluaðlögun fyrir þá sem komnir eru með húsnæði fjölskyldunnar á líknardeild.

Atvinnuleysi vex enn - yfir 10% - yfir 18 000 manns!!. Fimmtíu prósent heimila og fyrirtækja eru talin vera með neikvætt eigið fé - í þessu vaxtaokri og minnkandi neyslu bíður þeirra ekkert nema gjaldþrot.

Núverandi stjórnarflokkur, Samfylking sem einnig sat í svokallaðri Þingvallastjórn/Baugsstjórn, með Sjálfstæðisflokki, ætlar ekkert að leggja til annað en inngöngu í ESB og greiðsluaðlögun þeirra sem eru við það að gefast upp.

Niðurstaða helgarinnar er augljóslega sú að leiðsögn Framsóknar er nauðsyn. Framsóknarflokkurinn með sínar 18 liða tillögur til lausnar á vanda þjóðarinnar, heimila og fyrirtækja er eina heildarstefnan sem sett hefur verið fram af stjórnmálaflokkunum fyrir þessar kosningar. Lækkum vexti, styrkjum gengið og komum atvinnulífinu í gang á nýjan leik. -  Fyrir okkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ingi minn! Hefurðu ekki heyrt það? Við erum ekki þjóðin

Hrönn Sigurðardóttir, 30.3.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband