Gömul gildi - nýtt fólk

Grein birt í dagskránni 19. mars

Að baki eru prófkjör flokka, samkeppni frambjóðenda um að fá umboð  frá almenningi til að vinna landi og þjóð gagn.

Framundan er stutt og snörp kosningabarátta. Barátta þar sem gömul og góð gildi verða í öndvegi allra flokka og allra frambjóðenda. Í þeirri baráttu verða gildi Framsóknarflokksins í hávegum höfð og meðbyr að berjast fyrir þeim. Gildum þar sem manngildi ofar auðgildi er megin inntakið. Þar sem vinna og hagvöxtur atvinnulífsins, vöxtur fyrirtækja og velferð heimila er undirstaða íslensks samfélags.

Krafa um endurnýjun

Endurnýjun í röðum framsóknarmanna er engin tilviljun. Grasrót flokksins, fólkið í landinu vill sjá afturhvarf til betri gildistíma. Brotthvarf frá græðgisvæðingu og siðleysis síðustu ára. Við viðurkennum að mistök hafi verð gerð. Við erum líka stolt af ýmsu sem flokkurinn hefur unnið að eins og lengingu fæðingarorlofs, jafnréttismálum og við höfum staðið vörð um Íbúðalánasjóð. Nýtt fólk, ný forysta er tilbúin til að vinna fyrir fólkið í landinu og með fólkinu í landinu. Ekki má bíða stundinni lengur með aðgerðir í þágu heimila og atvinnulífs. Vextir verða að lækka, gengið að styrkjast, hjól atvinnulífsins verða að komast í gang á ný. Þannig og aðeins þannig munum við ná að vinna okkur út úr efnahagshruninu.  

Við viljum hitta ykkur

Um leið og ég þakka kærlega fyrir stuðning við mig, vil ég jafnframt þakka öllum þeim sem tóku þátt, frambjóðendum, skipuleggjendum og almennum flokksmönnum fyrir að láta  póstkosninguna takast jafnvel eins og raun bar vitni. Nýr listi Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi er gott dæmi um þann mikla mannauð sem er tilbúin til að leggja sitt af mörkum fyrir betri framtíð.

Laugardaginn 21. mars kl. 10.30 verður opið hús að Eyrarvegi 15, Selfossi. Þar munum við frambjóðendur Framsóknarflokksins mæta. Vonumst við til að sjá sem flesta, heyra hvað á ykkur brennur og eiga gagnlegar umræður um landsmálin. Með því móti verðum við sterkir framgöngumenn ykkar mála á landsvísu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband