Atvinnuleysi eykst enn - lýst eftir aðgerðum

 

Minnihluta ríkisstjórnin er enn við sama heygarðshornið. Ræðst á niðurfærslu hugmyndir okkar framsóknarmanna á skuldum heimilanna. Leið sem hagfræðingurinn Tryggvi Þ.Herbertsson sjálfstæðisflokki, hefur líka lagt til en einnig hefur Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og frambjóðandi VG talað á sömu nótum. Ásamt mörgum öðrum ekki síst erlendum þekktum ,,nýhugsandi" hagfræðingum. Fræðimönnum sem gera sér ljóst að við yfirvofandi kerfishruni verður að bregðast við með nýrri, frjórri hugsun og lausnum.

Á meðan minnihluta ríkisstjórnin er að reyna troða óskafrumvörpum (les kosningaáróðri) sínum í gegnum þingið blæðir heimilum og atvinnulífi út. Atvinnuleysi er komið yfir 10.5%, meir en 17 þúsund Íslendingar eru atvinnulausir.

Nú er komið að endalokum þessa pólitíska hráskinnaleiks. Skoða þarf allar leiðir - ekki síst niðurfærsluleið skulda. Lækka þarf  vexti strax, koma í gang gengisstyrkjandi aðgerðum. Vernda heimilin og koma hjólum atvinnulífs í gang með raunhæfum aðgerðum sem gera gagn - núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband