Á morgun er síðasti dagur til að póstleggja atkvæði sitt

Til að lýðræðislegt val verði við röðun okkar framsóknarmanna á listann hér í Suðurkjördæmi er nauðsynlegt að góð þátttaka náist í póstkosningunni. Póstkosning er spennandi leið en jafnframt mjög lýðræðisleg þar sem hver félagsmaður fær atkvæðaseðilinn sendan heim og getur gefið sér tíma og ráðrúm til að kjósa. Sá böggull fylgir þó skammrifi að það þarf að muna eftir að póstleggja atkvæðið.

Á morgun, 4. mars er síðasti dagur til að fara með atkvæðið í póst. Atkvæði verða svo talin á laugardag en úrslit ekki kunngerð fyrr en á kjördæmisþinginu á sunnudaginn 8. mars.

Ég vona að allir sem fengu atkvæði í hendurnar nýti vel kosningarétt sinn og muni eftir að póstleggja atkvæðið - eigi síðar en á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hvað sem allri framsóknarmennsku líður, þá gerði ég þetta eins vel og ég gat sem eilífðar hreppamanneskja. Gangi þér vel. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 7.3.2009 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband