Vandinn og þreytan

Tek undir með ráðherra velferðarmála að ekki á ota börnum fremst á vígvelli - hvort sem um er að ræða stríð, pólitík eða kjarabaráttu.

Vandinn er hinsvegar að úrræðaleysi ráðherrans bitnar á börnum. Ekki síst börnum sem búa fjarri Reykjavík. Því hvort sem það er þreyta ráðherra eða eitthvað annað sem veldur þá virðist honum og ríkisstjórninni algerlega fyrirmunað að tryggja jafnræði í þjónustu ríkisins. Það að bjóða upp á ókeypis tannlækningar handa þeim sem fátækastir eru - er prýðilegt. En það gleymist alltaf hjá þessari ríkisstjórn að það býr fólk út um allt land. Því miður hafa sumir það slæmt að hafa ekki efni á tannlækningum barna sinna. - En það hefur enn síður efni á að koma sér til Reykjavíkur - taka heilan dag úr vinnu - skilja aðra fjölskyldu meðlimi eftir osfr osfr.

Alveg eins og þegar rætt var um ( og að hluta snúið ofan af) niðurskurð á grunnheilbrigðisþjónustu um land allt - þá virtist ríkisstjórn VG og Samfylkingar ekki átta sig á þeim viðbótarkostnaði sem fylgir að búa í stóru og dreifbýlu landi.

Skattastefna ríkisstjórnarinnar í álögum á eldsneyti styður enn frekar þá skoðun. En talað erum almennings samgöngur sem töfraorð - þó allir sem út á landi búa vita að ekkert kemur í staðinn fyrir einkabílinn - allaveganna ekki enn. -

Við viljum að landið sé allt í byggð. Við viljum að allir landsmenn búi við jafnræði ekki síst hvað varðar aðgangi að grunn heilbrigðisþjónustu og menntun.

Í fyrirspurn minni til velferðarráherra um kostnað við tannlækningar kom fram að til að allar grunntannlækningar væru innifaldar í sköttunum eins og aðrir sambærilegir hlutir heilbrigðiskerfisins þá þyrfti að hækka skattprósentuna um 0.85% eða um 5.9 milljarða. 

sjá svarið hér http://www.althingi.is/altext/139/s/1154.html

Erum við tilbúinn til þess?

En ríkisstjórnin og ráðherrarnir eru orðnir þreyttir og lúnir - rúnir trausti. Slík ríkisstjórn á að fara frá og hleypa ferskum hugmyndum og óþreyttu fólki að.


mbl.is Ekki á að nota börn í kjarabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nágrímur og Norn eru þekkt fyrir íhald..... stóla-íhald.

Það kemur sko ekki til greina að svo annt sé þeim um þjóðina að þau eftir láti stólana. Þau gætu endað á almennum vinnumarkaði og þurft að fara að vinna (í fyrsta skipti á ævinni)

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband