Við hljótum að krefjast afsagnar ráðherrans

Þrátt fyrir að umhverfisráðherra fengi hverja ráðlegginguna á fætur annarri þá hlustaði ráðherra ekki á eitt né neitt. Margir urðu til að benda ráðherranum á að hún hefði ekki lagastoð í að hafna aðalskipulagi Flóahrepps.

 Og þegar niðurstaða Héraðsdóms lá fyrir var það mér og fleirum óskiljanlegt af hverju ráðherrann hlustaði ekki á þau góðu ráð. Þess í stað setti ráðherrann undir sig hausinn og má segja ítrekaði lögbrot sitt með því að áfrýja til Hæstaréttar.

 Nú hefur æðsti dómstóll landsins talað - ráðherrann braut landslög. Afleiðing af slíkum embættisafglöpum (sem margir reyndu að benda ráðherranum á í tíma ) - afleiðingin hlýtur að verða afsögn ráðherrans. Annað væri staðfesting á því að við höfum ekkert lært af Rannsóknarskýrslu Alþingis. Því vil ég ekki trúa.


mbl.is Sömu lög fyrir Flóahrepp og aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband