Það er ekki von á góðu . . .

Skrítin var þessi yfirlýsing efnahags- og viðskiptaráðherra  - (það hefur reyndar margt sérkennilegt frá honum komið m.a. um skuldug heimili og aðgerðaleysi/afskiptaleysi gagnvart bönkunum)-

Nokkrar staðreyndir; Núverandi samningur sem við erum að fara að kjósa um á morgun er með vaxtakostnað uppá 100 milljónir á dag!!!!. Og sá neikvæði viðskiptareikningur byrjaði að tikka inná 1. janúar 2009!!!. Sem sagt nú þegar  429 dagarX100 milljónir = 42,9 milljarðar!!!

Jón Daníelsson sagði í grein í Mbl ca 20 jan. að miðað við 85-90% endurheimtur úr Landsbankaeignunum og núverandi gengi yrði Icesave skuldin 507 milljarðarþar af 387 vegna vaxtanna eingöngu og 120 til að greiða það sem vantaði uppá höfuðstól. En auðvitað er óvissa um endurheimtur, gengi, hagvöxt osfr.

Ef við með mikilli samstöðu þjóðarinnar í að nýta sér rétt sinn - mætum vel á kjörstað á morgun og segjum nei eru miklar líkur á að núverandi samninganefnd með Lee Buchheit í forsvari nái viðunandi árangri.

Hvað efnahags og viðskiptaráðherra segir þá er það mér hulin ráðgáta eins og svo margt sem frá ríkisstjórninni kemur í þessu máli. Það er ekki nema von að illagangi í endurreisninni ef það telst dýrara að halda uppi afbragðs vörnum fyrir íslenskum hagsmunum, hæfri samninganefnd en að taka á sig ( að ósekju ) rúmmlega 500 milljarða skuld einkabanka - fjárglæframanna!!!


mbl.is Samningarnir geta reynst dýrari en Icesave-skuldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband