Nú er mælirinn fullur

 

Hvar eru úrlausnir ríkisvaldsins á skuldavanda heimila og fyrirtækja?  Hvar er stefnan í atvinnuuppbyggingu og endurreisn?  Nú þarf ríkisstjórnin að hætta að tala um hvað gera þurfi og fara að framkvæma.

Atvinnulífið er stopp. Á ársafmæli ríkisstjórnarinnar er ekkert að gerast í atvinnumálum. Engar framkvæmir farnar af stað. Bara talað um að bjóða út örfá verkefni þannig að framkvæmdir geti farið af stað eftir 6-8 mánuði. Talað um áhuga ýmissa en lítið um efndir eða framkvæmdir. Lítið um raunverulegar tillögur, en mikið mas, seinagangur og stefnuleysi.

Umhverfisráðherra fer þar fremst í flokki. Skemmst er að minnast ákvarðanna hennar um SV-línur á Reykjanesi  - í haust óvænt synjun eftir margra mánaða seinkun og stopp í ráðuneytinu. Síðan, þremur mánuðum síðar, er ákvörðun Skipulagsstofnunar staðfest. Árangurinn -  margra mánaða stopp í framkvæmdum. Óvissa í langan tíma um hvort af framkvæmdum yrði.

Og nú, eftir að hafa haft aðalskipulög Skeiða-og Gnúpverjahrepps og Flóahrepps í annarsvegar 14 mánuði og hinsvegar 11 mánuði, kemur svarið. Og það er nei – af því að orðið virkjun kemur við sögu. Séu til þess rök að synja staðfestingunni hefði átt að duga 4-8 vikur til umfjöllunar, en ekki 14 mánuðir!!! Þá hefðu sveitarfélögin getað tekið til óspilltra málanna að vinna nýjar tillögur svo framkvæmdagleði einstaklinga og fyrirtækja séu ekki settar skorður. En nei, enn er ríkisstjórnin uppiskroppa með stefnu, - enn ríkir ákvarðanafælni og stefnuleysi í atvinnumálum.

Á meðan líður atvinnulífið fyrir þetta verkleysi. Atvinnuleysi vex, óvissan um hvenær hjólin margfrægu fari að snúast. Hvenær hefst vinna við Búðarhálsvirkjun? Af hverju er ekki búið fyrir löngu að bjóða út þau samgönguverkefni sem á að fara í á árinu? Hvar er viljinn til verka?

Atvinnulífið og fólkið í landinu getur ekki beðið lengur.

Grein birt í Sunnlenska fréttablaðinu 4. febrúar sl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri nú að þú myndir nú berjast fyrir því að orka Búðarháls færi á Suðurland en ekki til Straumsvíkur í staðin fyrir að vilja eyðileggja þjórsá og koma svo með eithvað að viti í staðinn fyrir að vera alltaf með grátrstafin í kverkunum

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 18:10

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Já mælirinn er fullur og eitthvað þarf að gera meira en skrifa blogg.

Sjá http://isleifur.blog.is/blog/isleifur/entry/1017013

ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !

Ísleifur Gíslason, 11.2.2010 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband